HAUSTFERÐ MEÐ ÞÓRU TIL KERALA Á INDLANDI.

 

Draumar Og Dekur

India is the one land that all men desire to see and having seen once, by even a glimpse, would not give that glimpse for all the shows of all the rest of the globe combined.

Mark Twain

Indland er ekki allt þar sem það er séð.

 

Fyrir flestum er þær myndir sem koma upp í hugann þegar Indland ber á góma litaðar af þeim hörmungum sem sýndar eru í fjölmiðlum; Manngrúi, örbyrgð, betlandi götubörn, kvennkúgun, nauðganir og miskunarlaus stéttaskipting. Því miður er þetta sannleikanum samkvæmt en Móðir India á svo fjölda margt annað í fórum sínum.

 

Þetta langar mig að leiða ykkur fyrir sjónir í þriggja vikna ævintýra ferð til Suður Indlands í október í haust.

 

FERðINNI ER HEITIð TIL KERALA

Kerala er langt mjótt fylki á suðvestur strönd Indland nokkrum breiddargráðum fyrir norðan miðbaug. Hvítir  pálmavaxnir sandar Malabarstrandarinnar baða sig í Arabíuhafinu til vesturs en mikill fjallgarður “The western Ghats” sem er á heimsminjaskrá Unesco, skýlir landinu til austurs. Kerala þýðir land pálmanna en landsmen kjósa að kalla það land guðanna.

Kerala er afar frjósamt og fjölbýlt land. Næst ströndinni bugðast fljót og lækir um hrísgrjóna og grænmetisakra. (The backwaters) en þegar kemur upp í hæðirnar og fjöllin tekur við krydd og ávaxtagarðar  ásamt mikilli te og kaffirækt.

 

Kerala er land hins smáa, þar er engin stór iðnaður en íbúarnir sem eru um 30 milljónir sýsla aðalega við landbúnað, fiskveiðar, kaupmennsku og ferðamennsku sem hefur verið mjög vaxandi atvinnugrein á undanförnum árum.

 

Kerala er vel á sig komið félagslega, menntunarstig er hátt heilbrigðisþjónustan  góð og almenn velsæld meiri en í öðrum ríkjum landsins. Þetta vilja íbúarnir þakka að lengst af síðan Indland fékk sjálfstæði, hefur setið við völd í fylkinu kommúnistastjórn, sú fyrsta sem kjörinn var til valda í lýðræðislegri kosningu í heiminum.

 

Múslimar,  Kristnir og Hindúar eru álíka fjölmennir í Kerala og stunda trú sín af hjartans list en þó án sjáanlegs núnings milli trúarbragða. Við sama bæjartorgið er iðulega kirkja, moska, og hof og ef vel vill til líka aðsetur komúnistaflokksins sem skreytir sig með hamar og sigð.

 

Munnar

Cochin

Cochin er hafnarborg og menningar höfuðborg Kerala. Hún er í árósum sjö fljóta, sem renna í Arabíuhafið og því umflotin vatni. Íbúarnir kalla hana drottningu Arabíuhafsins en útlendingar gjarnan Feneyjar Asíu.

 

Frá ómuna tíð hefur þessi örugga höfn laðað að sjófarendur, kaupmenn og valdsmenn. Hún var hliðið að auðæfum Suður Indlands.

 

Arabar, Kínverjar, Portúgalir, Hollendingar og Bretar hafa komið við sögu og skilið eftir sig spor sem helst má rekja í matarmenningu og húsagerðarlist.

 

Secret Garden eða Yndisgarður  verður okkar annað heimili í ferðinni.

www.secretgarden.in

Við dveljum þar í 5 daga áður en við höldum til fjalla og þaðan á ströndina og svo aftur í viku á leið okkar heim.

Þetta er 100 ára gamalt hús í friðsælu íbúðahverfi í miðjum gamla bænum “Fort Cochin” í göngu eða hjólafæri frá öllu því helsta sem vert er að skoða og upplifa.

Og það er ekki svo lítið. Hér eru tónleikar og dansýningar á 7 daga vikunnar, töluverð flóra listsýninga, kaffihús og veitingastaðir á hverju götuhorni, antíkmarkaðir, skraddarar og ayurvedískar nuddstofur, en ayurveda læknislistin fæddist og hefur varðveist í Kerala í þúsundir ára. Sjálft hótelið er mikill griðarstaður í stórum fallegum garði sem iðar af fuglalífi, íkornum og fiðrildum. Herbergin eru öll með baði, falleg og þægileg með  fjögurra pósta himinsængum, moskítónetum og loftkælingu. Þau eru misstór, tveggja til fjögra manna og opnast öll út á rúmgóðar verandir þar sem gott era að sitja með bók eða slúðra við nágrannan.

Það er svöl og tær sundlaug í garðinum og skuggsæll pallur undir mangotrénu þar sem við byrjum hvern dag í mjúku jóga. Það eru reiðhjól til reiðu handa gestum og steinsnar að fara til að ná sér í “rickshaw” sem eru afar ódýr og skemmtileg farartæki sem suða eins og býflugur um allar götur og stræti.

Þjóðvegurinn hlykkjast af heitri sléttunni upp snarbrattar hlíðar Ghat fjallana. Hér fundu breskir nýlendu herrar hagfellt lofstslag og  ótaminn frumskóg á öndverðri 19. öldinni. Þeir höfðu þá þegar lært af Kínverjum að drekka te og réðu til sín kínverska bændur og hófu stórfellda ræktun og framleiðslu á tei, sem enn setur sterkan og ævintýralegan svip á landslagið. Munnar-town, er markaðs staður bændanna þar falbjóða þeir te, krydd, súkkulaði kaffi, grænmeti og aðrar gjafir jarðar.

 

Við dveljum í fjöllunum  3 nætur. Hér gefst tími til fjallgangna og skoðunarferða eða bara hvíldar við sundlaugina. Yoga á hverjum morgni.

 

Varkala

Varkala ströndin þekktur pílagrímastaður Hindúa. Þeir koma með ösku ástvina sinna í 2000 ára gamalt Vishnu hof til blessunar. Á morgnanna má sjá prestana halda kveðjuathafnir á ströndinni og dreifa öskunni í hafið.

Þetta er eini staðurinn á allri Malabar ströndinni þar sem klettar rísa snarbrattir úr sjó. Tært lindarvatn seitlar úr klettunum og er talið hafa lækningarmátt. Baðströndin er á mjórri rönd við klettsræturnar en upp á klettinum úir og grúir af litlum verslunum, veitingastöðum og hótelum. Varkalaströndin er á top 10 lista Discovery chanel yfir bestu baðstrandir í heimi.

 

Hótelið okkar, Marine Pallace,  er alveg niður í flæðarmálinu og við getum fylgst með athöfnum prestana og fiskimanna meðan við gæðum okkur á ferskum morgunverði. Þetta er yndislegt, heimilislegt hótel á besta stað við ströndina. Hér er tímin nokkuð frjáls, gisting og morgunverður innifalin í verði og boðið er upp á siglingu við sólarupprás  einn morguninn og leiðsögn um Janardhana Swamy hofið.

Kristín leiðir morgunjóga eftir samkomulagi.

 

Síðasta kvöldið okkar á Varkala er boðið til mikillar sjávarréttaveislu að hætti heimamanna.

 

 

Nú höldum við af stað:

Dagur 1-9. október

Flogið frá Keflavík til Kaupmannahafnar með Iceland air að morgni dags og þaðan áfram til Dubai um hádegi þar eigum við stutt kaffi stopp eftir 6 tíma flug og fljúgum svo áfram í 4 tíma til Cochin.

 

Dagur 2-10. október

Lendum í Cochin klukkan 8 um morgun og höldum í rútu í Secret Garden. Fáum okkur hressingu og hvílum okkur fram eftir degi. Röltum í bæinn og kíkjum á kaffihús. Förum þá í sólarlags siglingu um höfnina og leggjum upp að veitingastaðnum Fort house þar sem við snæðum kvöldverð. Þessi dagur er allur innifalin í ferðinni.

 

Dagur 3-11 október

Hver dagur byrjar með yoga undir mangotrénu og heilnæmum morgunverði. Eftir smá sólbað við laugina forum við annaðhvort á hjólum eða í Rickshow niður í Jew town sem er annar bæjarhluti. Þar er skoðum við elstu Synagógu í Asíu, skoðum antíkmarkaði hittum skraddarann Sadeek.

 

Dagur 4-12 Október

Eftir jóga og morgunverð siglum við inn í stórborgina Ernakúlam og hverfum í mannhafið og töpum okkur í búðunum. Þetta er frjáls dagur og þeir sem vilja hvíla sig heima gera það.  Ferðir og kvöldverður í Secret Garden innfalinn í verði.

 

Dagur 5-13 Október

Jóga morgunverður og frjáls dagur en leiðsögn í boði sem það vilja. Hádegisverður í Secret Garden innifalinn.

 

Dagur 6-14 Október

Haldið til fjalla eftir jóga og morgunverð. Við ferðumst í rútu og stoppum á leiðinni og skoðum kryddgarða og komumst að því hvernig það sem eigum í baukunum í eldhúsinu heima er til komið. Hádegisverður snæddur á leiðinni. Litast um á bænda markaðnum í Munnar og haldið í næturstað á hinu dásamlega hóteli Spicetree þar sem við borðum kvöldverð. Allur þessi dagur er innifalin í verði.

 

Dagar 7 og 8. 15. og 16. Október

Hér dveljum við í 3 nætur og tvo heila daga. Hér útsýnið og aðbúnaðurinn eins og best verður á kosið. Maturinn er bæði góður og ódýr en ekki innfalin í ferðinni annað en morgunverðir og fyrsta kvöldmáltíðin . Ýmsar ferðir í nágreninu er í boði hótelsins og hverjum frjálst að ráðstafa dögunum að vild. Morgun yoga í boðu Kristínar.

Dagur 9-17 Október

Við leggjum af stað til í átt til strandar eldsnemma þenna dag. Á leiðinni stoppum við á Kínverskum hrísgrjónaflutninga kagga sem Keralir hafa útbúið sem luxus fleytur og eru mikið aðdráttarafl fyrir ferðalanga. Hér frískum við okkur og snæðum hádegisverð og siglum um hin rómuðu “ Backwaters “ og höldum svo áfram VARKALA STRANDARINNAR þar sem við dveljum næstu  4 nætur.

 

Dagur 10,11,12 og 13….. frá 17 til 21. Október

Hótelið okkar við Varkala ströndina heitir Marine Palace,  er alveg niður í flæðarmálinu og við getum fylgst með athöfnum prestana og fiskimanna meðan við gæðum okkur á ferskum morgunverði. Þetta er yndislegt fallegt  hotel á besta stað við ströndina. Hér er tímin nokkuð frjáls, gisting og morgunverður innifalin í verði og boðið er upp á siglingu miðinn við sólarupprás  einn morguninn og leiðsögn um Janardhana Swamy hofið.

Kristín býður upp á Yoga eftir samkomulagi.

 

Síðasta kvöldið okkar á Varkala er boðið til mikillar sjávar réttaveislu að hætti heimamanna sem er innifalinn í ferðinni.

 

Dagur 13-21 Október

Á hádegi kveðjum við með söknuði góða gestgjafa á Marine Palace  og tökum LESTINA aftur til Cochi. Það er ekki hægt að koma til Indlands án þes að prófa þennan einstaka og þægilega ferðamáta. Komum HEIM í Secret garden síðdegis og snæðum kvöldverð í boði hússins.

 

Dagar 13-21….. 21 október – 28 október

Við verðum síðustu vikuna í Cochin og sýslum ýmislegt sem hjartað býður. Nú þekkið þið staðhætti og getið svolítið ráðið ferð. Við Kristín erum til staðar að sendast með ykkur um borg og bý. Nú er tími til að fara í nudd (prufu nudd innifalið í verði) og á snyrtistofur, nýta sér þjónustu skraddarans og gleraugnamannsins og jafnvel tannlæknisins ef einhver vildi skella sér í alvarlegri viðhaldsverkefni. Við förum á Katakalí sýningu sem er ævafornt dansleikhús og á sunnudagskvöldið áður en við snúum heim bjóðum við tónlistarmönnum að koma og leika fyrir okkur á sitar og töblur, dressum okkur upp í Sarí og selskapstau og gleðjumst yfir góðri ferð með góðri veislu. Þessi veisla er innfalin í verði en aðrar máltíðir aðrar en morgunverðir eru á eigin vegum.

Á miðvikudagskvöldið 28 október búum við okkur til brottfarar og leggjum í hann eldsnemma að morgni 29. Október og fljúgum sömu leið til baka um Dubai/Kaupamannahöfn og heim.  Heimkoma samdægurs vegna tímamunar.

Praktískar upplýsingar

 

Vegabréfsáritun

Fyrst af öllu minni ég á að það er nauðsynlegt að útvega sér vegbréfsáritun í indverska sendiráðinu í Reykjavík áður en lengra er haldið.

 

Hægt er að fá allt að 6 mánaða visum en og best að biðja um “multible entrance” ef einhverjar myndu vilja koma aftur á á tímabilinu. Þið sækið um vegabréfsáritunina á netinu á þessum link.

 

http://indianembassy.is/visa-services

 

Farangur

Besti farangurinn í Indlandasferð er hálftóm ferðataska, því að ábyggilega er margt, sem ykkur langar til að taka með ykkur heim af fjarlægum slóðum. Hámarks farangur er 30 kg +10 kg í handfarangri. Þið getið tékkað farangurinn alla leið báðar leiðir.

 

Hita og rakstigið er slíkt að íslensk sumarföt svo sem t-bolir og gallabuxur reynist of hlýr fatnaður.

Hitinn  er rúm 32 stig á daginn og fer niður í svona 26 á kvöldin. Loftrakinn er mikill svo allt sem loftar og andar er besti klæðnaðurinn.  Uppáhalds lérftskjóllinn og þunnar skyrtur og buxur eru fínn farangur. Slík föt er líka hægt að kaupa mjög ódýrt eða láta sauma sem tekur oftast ekki nema daginn. Það eru skraddarar á hverju götuhorni bæði í Cochin og Varkala. Við getum alveg búist við heliskúrum og jafnvel þrumuveðri, aðalega þó á kvöldin. Ef þið eigið samanbrjótanlega regnhlíf er ágætt að kippa henni með, annars er fátt notalegra en heitur hitabeltisskúr ;-)

Sólhatt eða derhúfu er líka gott að hafa  með, eins eru sólgleraugu góður ferðafélagi, líka þau með sjónglerjum ef þið eruð komin á þann aldur og viljið líta ykkur í bók á ströndinni eða við laugina. Endilega ekki gleyma sundfötunum.

 

Það er alveg nauðsynlegt að hafa á fótunum góða opna skó eða sandala. Þegar við förum upp í fjöllin þar sem er ögn svalara er ágætt að hafa með sér peysu að að henda yfir axlirnar og kannski sokka að smeygja sér í fyrir fótkalda. Eða að öðrum kosti má kaupa sér þénugt ullar sjal í Munnar eða Cochin.

 

Á ströndinni leigjum við okkur sólstóla og sólhlífar og ég ráðlegg ykkur að kaupa ykkur í Cochin handofin fín stór handklæði sem eru létt og fljót að þorna og geta notast til að sveipa um sig eins og kjól. Sólvörn getið þið keypt á Indlandi sem og allar snyrtivörur. Mikið til af góðum ayurvediskum kremum, tannkremum, sápum og shampóum í Cochin.

 

Moskítóflugurnar reynast íslenskum ferðalöngum erfiðastar viðfangs. Þær eru skæðastar í ljósaskiptunum og er þá um að gera að smyrja sig vel í með moskítófælu. Heimamenn nota krem sem heitit odimous sem er ódýrt og áhrifaríkt.Þeir sem bregðast mjög illa við bitum ættu að útvega sér antihistamín sem kemur í veg fyrir sterk ofnæmisviðbrögð.

 

Heilbrigðismál / Bólusetning

Það verður hver og einn að taka ábyrgð á því hvort hún/hann vill gangast undir miklar bólusetningar. Við verðum að ferðast á mjög  öruggum svæðum við mjög góðan aðbúnað svo ekki ætti að vera hætta á neinum alvarlegum sjúkdómum.  Malaría er ekki í Kerala svo allavega ráðlegg ég ykkur að vera ekki að taka malaríulyf sem  er versta eitur fyrir líkamann. Taugaveiki  eða "thifoid" er tiltölulega algengt á þessum slóðum og smitast með vatni og matvælum svo bólusetning við henni sem varir í 3 ár er kannski ekki úr vegi. Þetta verður hver að meta fyrir sig í samráði við sinn lækni. Bólusetningar geta líka orkað tvímælis og ekki allir á eitt sáttir um ágæti þeirra.

 

Verðlag

Þó að þið séuð eflaust vel birg af öllum hlutum er alveg hugsanlegt að ykkur langi að kíkja aðeins í búðir. Verðlag er almennt miklu lægra en við eigum að venjst og vöruúrval mikið. Það er t.d sérstakt ævintýrir að fara í silkibúðina þar sem ódýrustu sareeinn kosta 500 kall en þau dýrustu og íburðarmestu fleiri hundruð þúsund. Hverskyns tískufatnaður og merkjavara sem við þekkjum frá Evrópu er oft framleidd hér eða í Kína og fæst á  mun betra verði. Kryddmarkaðarnir eru magnaðir og kaffibúðin ilmandi og lokkandi að ég tali nú ekki um ísmeygilegu Kasmírabúðirnar þar sem fremstu sölutæknar heimsins falbjóða hverskonar gersemar. Cochin er jafnframt þekkt fyrir víðáttumikla markaði með "antíkmuni", bæði nýja og gamla.

 

Hvað kostar ferðin ?

Ferðin með flugi til og frá Íslandi, ferðum innanlands á Indlandi, gistingu í tveggja manna herbergjum, með morgunverði og fjölda sameiginlegra máltíða og upplifana kostar 480 þúsund.

 

Tannlækningar

Tannlæknirinn fíni, Dr. Abraham Sebastian.

 

Fjöldi fólks all staðar að úr heiminum gerir sér ferð til Cochin til að njóta frábærrar þjónustu Dr. Abrahams.

 

Hann hefur nýverið komið sér upp flottri og mjög nútímalegri aðstöðu steinkast frá Secret Garden. Hér skortir ekkert á nýjustu tækni og vísindi og hægt að fá bæði krónur og inplönt af fínustu gerð. Þjónustan er fumlaus og örugg og kostar aðeins brot af því sem tíðkast heima. Mismunirinn gæti hæglega borgað ferðina.

 

www.abrahamsdentistry.com

 

HAUSTFERÐ MEÐ ÞÓRU TIL KERALA Á INDLANDI.